Dæmisaga

Það var eitt sinn sem ég kenndi kristinfræði í ónefndum grunnskóla að lítill drengur átti við mig spjall. Nú voru flest börnin afar móttækileg fyrir fagnaðarerindinu enda hin smáu svo blessunarlega laus við alla kaldhæðni.

Þó var einn í hópnum, ungur frengur, sem trúði ekki að Guð hefði skapað himin og jörð og þegar ég spurði hann hvað hann héldi að hefði hafið þessa dásamlegu veröld, þá sagði hann: Stóri Hvellur. En þá sagði ég: Hvernig var þá upphafið að þessum hvell? Drengurinn svaraði að bragði: Tilviljun.

Ég brosti til hans, tók upp tvær eldspýtur og sagði: Nú ætla ég að kasta þessum, eldspýtum og vona að þær lendi nákvæmlega eins hlið við hlið. Ég kastaði eldspýtunum upp og auðvitað lentu þær tvist á bast en ekki hlið við hlið.
Ég kastaði þeim aftur og aftur en þær létu sér ekki segjast.

Vísindin eru ágæt til sín brúks en þau munu aldrei geta útskýrt vilja Drottins eða hans ótrúlegu völundarsmíð sem
Jörðin okkar er. Veröldin er einfaldlega of fullkomin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Mar Smárason

Þú vinur minn svaraðir drengnum ekki neitt.

Sköpunarkenninginn er ekki svar, það er auka spurning.

Þú spurðir drenginn hvað gerðist á undan mikkla hvell og hann svaraði stóri hvellur.

Þitt svar er guð skapaði heiminn, hvað gerðist á undan heiminum.

Það felast fleiri og flóknari spurningar í guðfræðini.

Baldvin Mar Smárason, 14.5.2007 kl. 02:34

2 Smámynd: Páll Kristbjörnsson

Sköpunarsagan er svarið. Hún er ekki kenning. Vísindamenn setja fram kenningar en trúarbrögð svör.

Þú talar ekkert annað en af rökleysu.

Páll Kristbjörnsson, 14.5.2007 kl. 02:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband