13.5.2007 | 22:53
Og ég kref þig afsökunar!
Fyrir að vera Guðlaus kommúnisti sem leggur sig allan fram, hvern dag og hverja nótt til að draga samfélagið allt niður í þann sorapitt sem þú vilt kalla velferð!
En ekki örvænta: Ég mun fyrigefa þér.
Steingrímur krefur Jón um afsökunarbeiðni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Páll minn, er nú ekki full langt gengið að saka fólk um iðrunar vegna sannfæringar um hið góða. Eiskal benda, saka og særa, heldur leiðbeina og ræða!
Vér skulum stíga í skref Krists, hann krafst engann um afsökunarbeiðni. Hann einungis fyrirgaf og leiddi á réttan veg.
Per Krogshøj, 13.5.2007 kl. 22:58
Iðrun er fyrsta skrefið til Drottins. Eftir iðrun kemur fyrirgefning Án iðrunar erum við illuráfandi í myrkri trúleysis.
Páll Kristbjörnsson, 13.5.2007 kl. 23:00
Þeir áttu það skilið fyrir vel unnið starf.
Páll Kristbjörnsson, 13.5.2007 kl. 23:17
... en hitt ekki ógjört að láta að virða kristin grundvallargildi, sem þeir hafa sjálfir í orði kveðnu játað hollustu sína í stefnuskrám flokksins.
Með góðri kveðju til þín, nýi bloggvinur,
Jón Valur Jensson, 14.5.2007 kl. 00:11
Takk.bróðir í Kristi. Að mínu viti breyta Sjálfstæðir eftir Kristinni vitund þó inná milli reyni nokkrir villuráfandi sauðir. Munum ávallt að Guðlaus kapítall er jafn slæmur og sósialismi. kommúnismi og annar sori. Ég er einnig sammála þér að þrýsta ber á stjórnvöld að fullkomna samrunann við hið heilaga afl með algeru banni á fósturdeyðingar (takk fyrir skemmtilega notkun á D-inu mun nota það hér með)
Páll Kristbjörnsson, 14.5.2007 kl. 00:52
Samkynhneigðum skal hjálpa og fyrirgefa og taka þeim sem bræðrum í Kristi þegar þeir hafa iðrast. Kirkjunnar er ekki að ýta undir synd eða samþykkja hana. Samkynhneigð er synd eins og ritningin segir til um.
Páll Kristbjörnsson, 14.5.2007 kl. 02:37
Blessuð syndin elskar allt
alla lesti vekur.
holdið veikt og hjartað valt
hennar ástum tekur.
------Spaugaðu ekki um spámanninn,
spé um hann ég aldrei kveð.
Stattu vörð um stórkarlinn
Steingrím, Krist og Múhammeð.
Vilhelmina af Ugglas, 14.5.2007 kl. 09:33
Ertu virkilega að saka fólk sem ekki er í Sjálfstæðisflokknum um að vera ókristið?
Ef svo er. Hvernig í ósköpunum færðu það út?
Bryndís Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 10:40
Bryndís: Kristnir bræður sveipa sig ekki Guðlausum sósíal-kommúnisma heldu frelsi og virðingu.
Margir bræður mínir í Kristi koma úr annarra röðum en okkar Sjálfstæðra t.d úr B og F.
Páll Kristbjörnsson, 14.5.2007 kl. 11:12
vilhelmína: Kristur er okkar eini Frelsari
Páll Kristbjörnsson, 14.5.2007 kl. 11:12
Ég er sammála vini mínum Páli um giftingar samkynhneigðra. Kirkjan á ekki að eltast við slíkar tískubólur. Eftir 20 ár í viðbót verður þetta ekki lengur í tísku og málið er dautt. Kirkjan á að vera salt jarðar en ekki spegill samtímans.
Gizur Gizurarson (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 23:25
Ég hræðist þó Gizur að þetta óeðli sé stærra og meira en tískubóla. Óeðli þetta, svarta og mikla hefur elt vort samfélagt allt frá stríðinu mikla á Himnum. Ef Kirkjan stendur ekki sinn vörð, hver gerir það þá?
Páll Kristbjörnsson, 14.5.2007 kl. 23:45
Nei, Gizur, þetta er tískubóla. víst hefur hún skotið upp kollinum reglulega gegnum aldirnar en ég er lifandi dæmi um hvað þetta ristir ekki djúft. Það mátti bjarga mér með frelsun í Kristi og með skírn réttlátra. Augu mín opnuðust og ég fór að bera eðlilegar tilfinningar til kvenna. Reyndar var samneyti við frelsaðar konur partur af meðferð minni.
Gizur Gizurarson (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 00:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.