Hatur

Ég vildi að ég gæti sagt að svona háttalag kæmi mér á óvart, en svo er ekki. Í þeim heimshlutum þar sem Kristnin er ekki höfuðgildið, þar eiga sér slíkir hlutir stað.

Mér þykir undarlegt að nú, rúmum 2000 árum eftir fæðingu Frelsarans séu enn svo stór hópur er fylgir falsspámanninum Múhammeð og hafa hatur sem sína helstu trúarlegu sannfæringu. Hatur gerir engum gott en Miðausturlönd virðast þvi miður eiga þá tilfinningu eina gangvart Vestrænum gildum, sóma og sannri trú.

Ég bið fyrir fjölskyldu hins hugrakka hermanns.


mbl.is Írakar dönsuðu eftir að danskur hermaður lét lífið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Kristbjörnsson

Það er nú svo sem er, að vér Vestrænir reynum að koma á lögum og reglu eftir afvopnun harðstjórans Hussein. Hatur gerir erfitt fyrir viljum við koma á Kristnu og vestrænu samfélagi þar syðra.

Páll Kristbjörnsson, 14.5.2007 kl. 21:47

2 identicon

Þessir guðleysingjar kunna ekki gott að meta og eru ekkert að skilja að við viljum það sem er þeim sjálfum fyrir bestu.

Velkominn fram á sjónarsviðið, vinur minn í Kristi! Ég sé að við erum sammála um margt. Það veitir ekki af því að halda kristilegum og góðum gildum á lofti á Íslandi í dag.

Gizur Gizurarson (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 23:19

3 identicon

Ekkert ofstæki anna mín, aðeins bróðurkærleikur í Kristi. ,,Fyrirgef þeim því þeir vita eigi hvað þeir gjöra". Vesalingarnir þekkja ekkert annað en þessa villu og okkur ber kristileg skylda til að rétta þessum litla bróður hjálparhönd.

Gizur Gizurarson (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 23:37

4 Smámynd: Páll Kristbjörnsson

Komir þú heill Gizur! Bróðir í Kristi.

Anna: Mér brennur bál í hjarta. Þú kallar það ofstæki en ég veit þess rétta nafn: Sannfæring.

Páll Kristbjörnsson, 14.5.2007 kl. 23:41

5 Smámynd: Páll Kristbjörnsson

Anna! Ég hef nú áttað mig á hver þú ert í raun og að þér sæmir ekki að taka orðið ,,Kristni" í munn. Ég mun ekki dæma þig, Það er Drottins eins að gera.

Páll Kristbjörnsson, 14.5.2007 kl. 23:56

6 Smámynd: Baldvin Mar Smárason

Ég ætla mér að byrja á því að tilkynna þér að ég er ekki nægilega góður í þérinu, þannig að ég ætla mér að tala nútíma íslenzku, vona að þér fyrirgefið það. :)

Ég verð að taka undir með FRÚ Önnu Kristjáns.

Að lesa færslunarnar hérna hjá (Séra?) Páli, er alveg ótrúlegt.

Fólk sem telur sig vera boðbera umhyggju og gleði, þá finnst mér fylgja ykkur mikið óumburðarlindi og mannhattur.

Ég skipti mér sjaldnast af trúarbrögðum fólks, en þegar trúarbrögð eru farin að þróast út í ofstæki, fordóma, mannílsku og trúboð. Þá boðar það ekki gott.

Nú átt þú eflaust eftir að segja að þú munir biðja fyrir mér í nótt og vona að guð fyrirgefi syndir mínar.

Ég vill byðja ykkur félagana að vera ekki að eyða tíma í það, þar sem ég mun ekki ganga í gegnum hið gullna hlið, ef þið eruð hinum megin.

Frekar mun ég eyða eilífðinni í svartnætti, með hinum heyðingjunum sem eru umburðarlindir og samþykkja fjölbreyttni :)

Ég vill taka það fram að ég er trúlaus og hef alltaf verið.

Ég á heilsuhrausta og góða fjölskyldu, samþykki fjölbreytni fólks, hvorki reyki né drekk, styrki mannúðarsamtök (sos barnaþorp og einstök börn) er félagi í amnesty international, góður launþegi, virkur sjálfstæðismaður og Trúlaus mannvinur.

Síðan verður bara að koma á óvart hvort ég mæti "ljósinu" á leiðinni í dauðan. En ef svo verður, þá vona ég að Guð almáttugur sé að lesa þennan póst og sendi mig beina leið niður, með hinum humanistunum.

Baldvin Mar Smárason, 15.5.2007 kl. 00:45

7 Smámynd: Páll Kristbjörnsson

Við í Kristni höfum umburðalyndið sem okkar æðstu hugsjón. Við hikum hinsvegar ekki við að benda villuráfandi sauðum á hvað betur mætti fara og reynum statt og stöðugt að bæta okkar yndislegu jörð.

Ég gleðst í hjarta mínu að fjölskyldu þinni farnast vel en óttast jafnframt að ekki verði sá elíflí dómur jafn farsæll. Sá sem afneitar Skaparanum getur farnast vel hér á Jarðríki en í eilífðinni - onei.

Ég mun finna þér pláss í bænum mínum og vona þú snúir frá villu þíns vegar.

Ég er nú ekki Séra - mín köllun er önnur.

Lifðu heill.

Páll Kristbjörnsson, 15.5.2007 kl. 02:06

8 Smámynd: Páll Kristbjörnsson

leiðrétting: Þeim sem afneitar Skaparanum getur farnast vel hér á Jarðríki en í eilífðinni - ó nei.

Páll Kristbjörnsson, 15.5.2007 kl. 02:08

9 Smámynd: Linda

Hæ. þakka þér fyrir að standa með orðinu, með Jesú frelsara okkar. Fólk heldur að kærleikur sé sykurpúðar og baðmull.  Jesú var kærleikurinn uppmálaður, enn hann ávítti og það harkalega þegar þess var þörf.

Guð blessi þig bróðir. Vona að þú gerist bloggvinur minn.

Linda, 15.5.2007 kl. 02:23

10 Smámynd: Páll Kristbjörnsson

Þakka þér fyrir að standa hér með Krist í hjarta!

Páll Kristbjörnsson, 15.5.2007 kl. 02:40

11 identicon

Afhverju er að finna hæstu morðtíðni í heimi í kristnum löndum? Samanber t.d.  suður-afríku, kolumbíu og usa? 

einar (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 03:34

12 Smámynd: Páll Kristbjörnsson

Ekki allir Kristnir eru sannKristnir heldur ganga um með bál og brand. Oft eru þetta aðrir en Kristnir sbr t.d öll vandræðin í Frakklandi með múslimina. Kristnir standa þó sjaldnast á bakvið almenna óöld eins og þá sem ríkir í Írak eða þjóðarmorð eins og í hinu fyrrum Guðlausa Sovíet.

Páll Kristbjörnsson, 15.5.2007 kl. 04:38

13 Smámynd: Páll Kristbjörnsson

Bandaríkin eru heldur ekki ,,Kristið land" þó svo þar séu bræður sterkir í Kristi. Engin er ríkistrúin þar né frídagar tengdir Drottni. Þar veður allskyns trúvilla uppi sem og annarsstaðar en blessunarlega eru þeir þó lausir að mestu við sósíal-kommúnista.

Páll Kristbjörnsson, 15.5.2007 kl. 04:41

14 identicon

Kæri Páll.

 Hvers vegna í veröldinni geturðu skrifað að það sé ekki þitt að dæma aðra (sbr. hvað þú skrifaðir til Önnu Kristjánsdóttur,) þegar þú talar um hina "Guðlausu vinstri flokka" sem þér þykir vera svo gott sem undirmenn Satans? Auk þess þykir mér þú vera að setja sjálfan þig á einhvern gullstól þegar þú talar um syndabælið í Kristjaníu og enn dæmir þú alla þá sem þar búa sem óhreina Guðleysingja. Hvað með þig sjálfan Páll, ertu nógu "hreinn" til að vera að kasta steinum?

Erum við ekki sammála því að það hafa nú einn og annar maður fallið í nafni kristinnar trúar í gegnum tíðina, alveg eins og verið er að limlesta fólk undir því yfirskini að þar sé um vilja Múhammeðs að ræða?

Hvað er svona hrikalega æðislegt við að vera "bróðir í Kristi"?

Ef þú ert ánægður, þá er ég ánægður. Góði vertu samt ekki að dæma aðra.

Helgi Guðbjartsson (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 07:57

15 Smámynd: Páll Kristbjörnsson

Drottinn dæmir. Ef þú ættir þína trú myndir þú vita hversu hamingjusamir vorir Bræður í Kristi erum. Við lifum eftir Fagnaðarerindinu og trúðu mér þegar ég segi: ,,Það er gott"

Ég dæmi þá ekki hina Guðlausu vinstri en Kristinn sannleikur blæs mér eldmóð í hjarta enda mun ég seint gleyma Soviét sem gekk um spýjandi eld og eimyrju . Þér réðust að krikjum og þeir hötuðu Drottins frelsið.

Kristjanía gæti gott sem heitið Sódóma ellegar Gómorra því þaðan kemur ekkert gott.

Páll Kristbjörnsson, 15.5.2007 kl. 10:30

16 identicon

..þú svaraðir ekki beinlínis spurningunni minni varðandi ofsóknir kristinna manna á hendur þeim sem þú kýzt að dæma sem "Guðlausa". Hvernig geturðu haldið því fram að það sé ekki þitt að dæma fólk? Eftir því sem ég bezt sé, er það það eina sem þú gerir hérna á þessu blessaða bloggi þínu?! H.

Helgi Guðbjartsson (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 11:47

17 Smámynd: Páll Kristbjörnsson

Ég bendi á óKristið líferni og Guðlausa syndgara svo þeir geti bætt sig. Ég dæmi þá ekki og myndi glaður fyrirgefa á örskotsstundu sneru þeir baki við Kölska. Dorttin dæmir á efsta degi.

Páll Kristbjörnsson, 15.5.2007 kl. 20:53

18 identicon

Það er þunn lína milli þess að benda og að dæma. Mundu það.

Ég bíð enn eftir svari varðandi ofsóknir "Bræðra þinna í Kristi" á hendur öllum þeim sem ekki játtu kristinni trú hér á árum áður, nema ef vera skyldi við spjótsoddi upp að hálsi. En ég skil þögn þína vel.

Helgi Guðbjartsson (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband