15.5.2007 | 21:50
Ég græt.
Ó systir í Kristi, hjarta mitt er fullt harmi:
Eins og sauður til slátrunar leiddur,
og sem lamb þegir hjá þeim, er klippir það,
svo lauk hann ekki upp munni sínum.
33 Í niðurlægingunni var hann sviptur rétti.
Hver getur sagt frá ætt hans?
Því að líf hans var hrifið burt af jörðinni.
Bræður mínir í Kristi - biðjið með mér í kvöld
Brasilíumaður dæmdur sekur um morð á nunnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sannur harmleikur, kemur mér lítið á óvart gefið hvaða tungumál þessi ódæðismaður talar.
Per Krogshøj, 15.5.2007 kl. 22:01
Hvað eigið þér við?
Páll Kristbjörnsson, 15.5.2007 kl. 22:06
Í Brasilíu tala þeir Portúgölsku, nýlega stóðu Portúgölsk yfirvöld í því að ræna ungann breskann pilt að nafni Robert ærunni.
Eitthvað djúp gróið og ógeðslegt, minn kæri vinur.
Per Krogshøj, 15.5.2007 kl. 22:09
Hljómar illa en mundu að Sá svarti Kölski vinnur víðar.
Páll Kristbjörnsson, 15.5.2007 kl. 22:10
Já... hef nefnilega aldrei heyrt um manneskju frá enskumælandi löndum fremja voðaverk... þar eru bara englar og dýrlingar, þetta tengist allt saman hinu viðurstyggilega portúgalska tungumáli... aha... þar sem sá svarti Kölski býr... úff... stundum veltir maður sér fyrir því hvort fólki sé bara ekki betur ástatt í ruglinu...
Björgvin Gunnarsson, 15.5.2007 kl. 23:38
Ps. ég tala ekki portúgölsku... en á mágkonu sem talar spænsku... er hún nokkuð djöfullinn sjálfur ? Svo talar kærastan mín Rússnesku, getur verið að hún sé liði með þeim svarta?
Björgvin Gunnarsson, 15.5.2007 kl. 23:39
Hvernig í ósköpunum dettur þér í hug að tengja saman barnsrán í Portúgal og morð í Brasilíu.
Það er himinn og haf, bókstaflega og huglægt á milli landanna tveggja og menning talsvert ólík.
Brasilía er full af góðu fólki, þó þar leynist að sjálfsögðu svartir sauðir eins og annarsstaðar. Þessi maður þarf ekki að vera nokkru verr innrættur en nágranni þinn, munurinn á þeim er aðeins sá að þessi gerir ráð fyrir að komast upp með morð.
Á Amazon svæðinu og í hinum fátæka norðurhluta Brasilíu, ríkja enn lögmal villta vestursins, enda bæjarfógetinn ef til vill engu skárri en versti skúrkur bæjarins. Þetta er eitt helsta málið í Brasilíu núna, rétt eins og síðustu áratugina. Smátt og smátt stefnir þetta þó til betri vegar eins og þetta mál sýnir.
Fellum ekki svona stórkostlega fordóma í hugsanaleysi.
Steinar Sigurðsson (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 23:45
Mér dettur ekki í hug að væna þá sem tala annað en Ensku um illsku. Bræður mínir í Kristi búa um allan heim og tala öll Dorttins tungumál.
Páll Kristbjörnsson, 16.5.2007 kl. 00:02
Drottins tungumál, afsakið.
Páll Kristbjörnsson, 16.5.2007 kl. 00:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.