18.5.2007 | 10:01
Sorg
Nú liggur ljóst að Guðlaus armur vorra Sjálfstæðra hefur ákveðið að reyna samstarf við Sovíet vinstrið. Mér fallast hendur og skelf allur af ótta við reiði Drottins. Næstu daga mun ég biðja stöðugt uns ég hlýt uppljómum og innblásinn skilnig á þessari stöðu. Ég mun tala við Drottinn og rita aftur er hann gefur mér svar.
Ég óttast fyrir hönd vorra Sjálfstæðu bræðra er hafa snúið baki sínu við Drottni:
4 Ekki þyrmdi Guð englunum, er þeir syndguðu. Hann steypti þeim niður í undirdjúpin og setti þá í myrkrahella, þar sem þeir eru geymdir til dómsins. 5 Ekki þyrmdi hann hinum forna heimi, en varðveitti Nóa, prédikara réttlætisins, við áttunda mann, er hann lét vatnsflóð koma yfir heim hinna óguðlegu. 6 Hann brenndi borgirnar Sódómu og Gómorru til ösku og dæmdi þær til eyðingar og setti þær til viðvörunar þeim, er síðar lifðu óguðlega. 7 En hann frelsaði Lot, hinn réttláta mann, er mæddist af svívirðilegum lifnaði hinna guðlausu. 8 Sá réttláti maður bjó á meðal þeirra og mæddist í sinni réttlátu sálu dag frá degi af þeim ólöglegu verkum, er hann sá og heyrði.
Guð geymi okkur öll.
Athugasemdir
Áfram kinda- og hrossmenn.
Jónsmenn eruð þér.
Fylgislausir stefnið,
frá kjötkötlunum hér...
Sigurður Ingi Jónsson, 18.5.2007 kl. 14:35
Rotin eppli standast ei mátt Jesúm Krists, hafið trú kæri vin!
Ég mun biðja með þér fyrir áframhaldandi velferð Íslands.
Per Krogshøj, 18.5.2007 kl. 17:55
Hver er þessi Dorttin og akkuru er hann svona reiður?
Helgi Guðbjartsson (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 21:12
Hvað er þetta Páll minn? Sjálfstæðisflokkurinn semur við Samfylkinguna og þá er bara úr þér allur vindur? Ég verð nú að segja að ég er farinn að sakna þess að lesa ekki kjarnorkuprédikarnirnar þínar og heimsendaspár. Vaknaðu nú.
Helgi Guðbjartsson (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 11:45
Páll, þú hefur væntanlega gaman af því að sjá þessa mynd af foringjannum að kyssa kvendi sovíet vinstri-miðjunnar
Steingrímur Árnason (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 16:48
Þegar Mannssonurinn kemur aftur, mun hann verða Digital Jesúm eða bara venjulegt Jesúm?
Stefán Halldórsson (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 19:47
DIGITAL!?!
SVEIATTAN!
Garðar Þór (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 14:59
Mikið dómadags rugl eru þessar athugasemdir við færslu Páls vinar míns. Ég vona svo sannarlega í Drottins nafni að siðapostulinn okkar fari að blogga sem fyrst aftur, ekki veitir lýðnum af aðhaldinu! Páll hvar ertu? Bið ég Jesúm Krist að færa þér heilsuna aftur ef þú ert lasinn.
Gizur Gizurarson (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 23:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.