29.5.2007 | 22:48
Og Guð talaði...
Ég hef snúið aftur! Frá einveru er ég beið og beið eftir svari. "Guð, hvers ætlastu til af mér?" spurði ég vel og lengi uns svarið barst:
"Páll, ég skal segja þér þína köllun: Þú skalt leiða til sigurs í næstu kosningum Kristilegan flokk. Flokk sem að mun vörð standa um hin Kristilegu gildi og hið sanna hægri. Sjálfstæðið hefur brugðist en nú dugir ekki að syrgja þá sem glataðir eru, heldur sverfa til stáls. Mikið er verk það sem ég hef ætlað þér Páll en ekki hræðast - ég mun senda marga þína bræður þér til hjálpar. Gakk nú fram Páll og ber þú eldsverð og básúnu svo sjáist þú úr fjarlægð og óvinir þínir heyri. Gakk fram og hop ei!"
Aðeins Drottinn vor Jesú Kristur, Faðir vor og heilagur andi hefði getað fundið jafn einfalda sem og skilvirka lausn. Kristilegi flokkurinn hefur hér með verið stofnaður og meðal stefnumála verður:
1. Algert bann við fósturdeyðingum.
2. Algert bann við skilnuðum
3. Kristinfræði skal tekin upp á ný og kennd oftar og betur en áður hefur verið og aðeins af prestum og Guðfræðingum.
Ég mun birta ítarlegri hugmyndir á næstu dögum. Áhugasamir lýsi yfir stuðningi hér á síðunni.
Ykkar bróðir í Drottni
-Páll
Athugasemdir
Já!! ..og svo skulum við setja alla samkynheigða í gapastokk á Lækjartorgi, banna náttúrufræði í skólum (of mikil þekking), uppræta heiðin trúfélög í eitt skipti fyrir öll, senda íslenzka friðargæzluliða til Íraks og láta alla landsmenn borga tíund til Hvítasunnusafnaðarins! Kristnir menn eru náttúrulega búnir að bjóða hinn vangann alltof oft...
Helgi Guðbjartsson (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 07:50
John Glas hafði áhugaverðar skoðannir sem þú ættir að kynna þér:
Með öðrum orðum eru kristinlegir stjórnmálaflokkar ekki bara óviðeigandi heldur jafnvel beinlínis í óþökk Guðs.
(Þess skal þó getið að undirritaður trúir ekki á svona guðarugl)
Smári McCarthy (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 13:37
Ég hef brennandi áhuga á að komast á lista hjá fyrsta alvöru kristilega flokki Íslands. Stefnir þú á framboð að fjórum árum?
Gizur Gizurarson (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 22:51
Og má ég lýsa gleði minni með að bróðir minn í trúnni hefur snúið aftur í bloggheima eftir allt of langt hlé! Páll, leið þú oss í nafni Drottins beinu brautina.
Gizur Gizurarson (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 22:57
Ertu kominn aftur, helvítið þitt! Megi þessi hugmynd þín um kristilegan flokk rotna í helvíti. Menn eins og þú og þessir bloggvinir þínir og stuðningsmenn hafið ekkert í stjórnmálin að gera. Enginn mun kjósa ykkur svo hættið strax við framboði í nafni úreltrar siðfræði sem er ekki að gera sig og hefur ekki gert það í tvöþúsund ár.
Jónína Þórðardóttir (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 23:01
Páll, ég finn enga forskrift fyrir því í Biblíunni að við eigum að stofna stjórnmálaflokk. Heldur aðeins að við sem trúum eigum að boða fagnaðarerindið öllum þjóðum og að gera alla menn að lærisveinum. Við eigum líka að biðja fyrir pólitíkusunum, eins og nafni þinn sagði:"Fyrst af öllu áminni ég um að bera fram ákall, bænir, fyrirbænir og þakkargjörðir fyrir öllum mönnum, fyrir konungum og öllum þeim, sem hátt eru settir, til þess að vér fáum lifað friðsamlegu og rólegu lífi í allri guðhræðslu og siðprýði."
En ef Guð hefur talað til þín, hvar hefur mér þá yfirsést í Orðinu, eða eigum við ekki, eins og nafni þinn segir; að læra regluna að fara ekki lengra en ritað er. Bróður kveðja, Janus.
Janus Hafsteinn Engilbertsson, 6.6.2007 kl. 02:57
Ég bið ykkur að afsaka kæru vinir mínir en faðir minn Björn Pálsson lést í fyrradag. Ég ætla mér að minnast hans á þessari síðu en þarf að huga að öðru áður en ég skrifa.
Guð blessi ykkur öll.
Páll Kristbjörnsson, 6.6.2007 kl. 23:00
Ég samhryggist þér, Páll minn. Og Drottinn blessi þig og þína í sorginni.
Janus Hafsteinn Engilbertsson, 7.6.2007 kl. 01:44
Ok Páll, mér þykir oft gaman að lesa skrif þín, enn ég gæti ekki verið meira óssammála þér varðandi Kristilegan flokk, okkar vettvangur er ekki "Sesars" Jesú sagði að við ættum að gefa Sesar það sem er Sesars og Guði það sem er Guðs.
Ég fyrir mitt leiti, ætlast til þess að stjórnmála menn hafi sterka siðferðisvitund, óháð hvort þeir trúi eða ekki, lýðræði fellst m.a. í því að fólk fái að trúa eins og þú og fái að vera eins illskeytt og Jóhanna hér fyrir ofan, eflaust bara stundar pirringur í henni og ekki hægt að sakast við hana að alvöru.
Auðvitað á ekki að banna skilnað, það gæti verið margar ástæður fyrir skilnaði, m.a. framhjáhald, ofbeldi við neyðum ekki fólk til þess að vera saman, Jesú sagði m..a þið eruð ekki þrælar hvors annars. Ætti fólk sem er að íhuga skilnað að fá betri aðgang að aðstoð, vitanlega, ég veit ekki um neinn sem vill henda hjónabandi svo auðveldlega í ruslið.
þó að ég sé á móti fóstureyðingu sem getnaðarvörn "úpps mér varð á með þessu gaur og núna verð ég að fara í fóstureyðingu" þá verðum við trúuð að gera greinamun á því hvort um sé nauðgun að ræða, lífshættu fyrir móður og eða barnaníð. Við megum ekki vera svo lokuð að kærleikur okkar verður að engu vegna trúar sannfæringar. Er of auðvelt að fá fóstureyðingu í dag, "já" þarf að skoða það betur "já" er fóstureyðing nauðsynleg, ég mundi ætla að svo væri í sumum tilfellum.
ég samhyggist þér innilega föðurmissinn.
Guð varðveiti þig og þína.
Linda, 8.6.2007 kl. 11:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.