14.5.2007 | 21:17
Húrra!
Áfram með smjörið og innsiglið þetta með handbandi. Þjóðin hefur talað og hún sagði D og B.
Stórsigur þetta fyrir lýðræðið, framfarir og vor Kristnu gildi.
Stórsigur þetta fyrir lýðræðið, framfarir og vor Kristnu gildi.
Geir: Sérstök ákvörðun ef stjórnarsamstarfið heldur ekki áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já þeir eiga þetta skilið, strákarnir. Hver annar hefur tryggt okkur alla hagsædina sem við erum að njóta núna? Ég vill persónulega halda áfram að hafa það gott. Hver vill það ekki?
Jónína Þórðardóttir (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 23:10
Vel mælt! Komið þér heil í Kristi.
Páll Kristbjörnsson, 14.5.2007 kl. 23:15
Mér finnst Árni Johnsen ekki tilbúinn að fá launin. Hann hefur að því er ég best veit aldrei iðrast misgjörða sinna og er ekkert að iðrast núna held ég.
Gizur Gizurarson (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 23:44
Það er mín trú að Árni hafi iðrast frammi fyrir Drottni vorum Jesú. Guð fyrirgaf honum og veitt þessvegna brautargengi og góða kosningu.
Páll Kristbjörnsson, 14.5.2007 kl. 23:49
En hvað þá með allar útstrikanirnar? Drottinn hefur nú ekki veitt honum fullt brautargengi þegar þriðjungur D-manna strikar hann út.
Gizur Gizurarson (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 23:51
Guð lét sinn elskaða Móse ganga um eyðimörk í fjörutíu ár. Hann hefur vafalítið blásið D mönnum anda í brjóst til að prófa staðfestu Árna. Efast þú ekki Gizur - Dorttinn vor Jesú hefur plan fyrir Árna sem og alla okkur Sjálfstæða.
Páll Kristbjörnsson, 15.5.2007 kl. 00:02
Þvílíkur þvættingur!
Menn farnir að líkja Árna Johnsen við Móse
Haukur Viðar, 15.5.2007 kl. 01:15
Árni er ekki Móses en ég benti á þetta til að sýna að Drottinn vor sendir oft sínum elskuðu mótlæti. Drottinn geymi þig.
Páll Kristbjörnsson, 15.5.2007 kl. 01:52
Sagði þjóðin D og B? B fékk 11,7%, Samfylkingin 18%. Sagði þjóðin þá ekki D og S?
Arfi, 15.5.2007 kl. 08:26
Þeir héldu eftir sextán ár. Það vildi þjóðin.
Páll Kristbjörnsson, 15.5.2007 kl. 08:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.